Þarf maður að vera í rosa góðu formi til að æfa Crossfit? Og er það skemmtilegt? (Var búin að skrá mig á átaksnámskeið í World Class sem byrjar á morgun en það verður sennilega hætt við það vegna lítillar skráningar, er svo svekkt! Var farin að hlakka svo til.)
Mér skilst að þetta sé fyrir bæði þá sem eru í formi og þá sem eru bara rétt að byrja. Þú æfir bara eins og þú ræður við. En pælingin á bak við crossfit er mjög skynsamleg.
Fitnessbox er skemmtilegt og fjölbreytt og margfalt ódýrara.. Það er mest sipp, stöðvaþjálfun og box.. alltaf mismunandi æfingar.. http://www.box.is Það er allavega frítt að prufa það þannig að maður þarf ekki að fjárfesta í því ef það á ekki við mann..
Þarftu ekki að vera í geðveiku formi til að æfa það? Vinkona mín sem er með miklu betra þol en ég fannst það vera alveg hörku púl… Væri samt alveg til í að prófa.
Málið er að þetta eru byrjendur og lengra komnir saman og alltaf opinn tími.. Þetta er hörkupúl en það er líka í lagi að taka fleiri pásur meðan maður er að byggja upp þol.. Sem gerist hratt.. Ég næ aldrei að gera allt sem á að gera.. hehe :) Þetta er ekki svona Herbúðir þar sem þú ert píndur áfram.. þú ert hinsvegar hvattur áfram.. en maður verður svolítið að vita hvenær má stoppa :) morguntímarnir eru ekki jafn erfiðir.. líkaminn ekki alveg orðin það hress á þeim tíma.. En Afhverju ekki að prufa.. það er frítt :P
Takk fyrir svarið :) Er að spá í að kaupa mér mánaðarkort í ræktinni til að koma mér af stað en ég mun pottþétt skoða þetta eftir það :D Líka kostur að maður getur byrjað hvenær sem er.
Fitnessbox er algjör snilld mæli tvímunalaust með því. Crossfit er ferkar dýrt en örugglega þess virði. Ég hef allavega ekki fengið eins miklar harðsperrur yfir allt miðsvæðið eftir einn prufu tímann hjá honum Leif í Sporthúsinu. www.crossfitsport.is
Mér skilst að Crossfit sé svoleiðis að það séu sömu æfingar fyrir þá sem eru í lélegu og góðu formi, erfiðleikastigið er stillt af fyrir hvern, minni þyngdir og svo framvegis. Þannig að Crossfit ætti að henta bæði fyrir þá sem eru í dúndur formi og líka slæmu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..