Ef við breytum þessu aðeins og segjum að í stað eiturgufna að þá værirðu í eldsvoða og þyrftir að komast í burtu.
Þá myndirðu rennbleyta klút og láta hann fyrir munninn og nef síðan andar þú bara venjulegaí gegnum klútinn. Klúturinn gegnir því hlutverki þá að virka sem sía þ.e.a.s að hann síar í burtu sót/kolefni og kælir niður innöndunarloftið og rakamettar það aðeins.
En ef þú ættir að velja á milli þess að anda með nefinu og að anda með munninum, þá velurðu nefið. Nefið gegnir sama hlutverki og klúturinn sem ég notaði í dæminu fyrir ofan. En slímhúðin í nefi síar í burtu óhreinindi úr loftinu sem og rakamettar og hitar loftið.
Munurinn er ekki með neina síu þannig að ef þú andar með munninum þá rakamettast,hitnar loftið ekki eins mikið og það síast ekkert í burtu úr því..