Borðaðu bara eins og þú telur henta þér, það er mjög erfitt að finna nákvæmlega út hvað þú þarft af orku auk þess sem það er breytilegt. Ef þú byrjar að léttast mjög hratt (meira en kílógramm á viku í fjórar vikur til dæmis) þá skaltu borða meira. Sömuleiðis ef þú þyngist mjög hratt (meira en kílógramm á viku í fjórar vikur) þá skaltu borða minna. Það er ekki hægt að brenna mikið meira en kílógrammi af fitu á viku (þú ert farinn að missa vöðvamassa o.s.frv. ef þú tapar meiru) og það er heldur ekki hægt að þyngjast um mikið meira en 1 kílógramm af vöðvamassa á viku (líkleg tala væri 300-500 grömm raunar). En breyting á einni viku segir þér afskaplega lítið, þú þarft að miða við breytingu á einum mánuði. Fyrsti mánuðurinn getur líka verið dálítið skrítinn fyrir þá sem hafa ekki hreyft sig lengi, þá safnast meiri vökvi í vöðvanna sem er bara eðlilegt.
Hins vegar er líklegast betra að borða meira en minna, ef þú ert að taka vel á því í ræktinni þá þarftu alveg örugglega 3500 kcal. miðað við hæð og þyngd.
Svo er hér vefsíða um matarræði í þokkabót:
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/index.htmlE.s. ef ég væri þú myndi ég bara éta heilsutvennu frá Lýsi ehf. þessi sportþrenna inniheldur bara einhver rugl efni sem hjálpa þér ekkert.