Ég “kunni” ekki að sitja, var ekki búin að tala við sjúkraþjálfara á þeim tíma. Svo ef ég sat, þá gerði ég það alltaf vitlaust og fékk geðveika verki, svo ég stóð eða kraup í tímum.
Annars var ég orðin góður daginn eftir, gat gengið þá og ekkert mál, bara ef ég beitti bakinu vitlaust þá fór allt í fokk, mæli með að labba eins og þú getur til að koma blóðstreyminu af stað.
Þetta gerðist fyrir sirka 1 mánuði og ég er ekki enþá farin í ræktina, gæti það samt alveg, en bara passa að beita bakinu rétt. Ef þú ætlar t.d. að taka hendur að gera það sitjandi, ekki standandi svo maður detti alveg örugglega ekki í sveiflu. Annars reyndi ég að fara á hverjum degi í ræktina bara til að fara í pottinn og sturtu, á að vísu heima á móti ræktinni svo ég þarf ekki að eyða bensíni og tíma í að koma mér þangað.
Bara by all means farðu varlega.
“Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?”