Nei, það var ekkert eins og að segja það. Það var eins og að segja að allir vaxtarræktar gaurar taki stera og eins og Ronnie Coleman hefði verið tekinn fyrir steranotkunn, ef það væri ólöglegt í vaxtarrækt ( sem það er líklega ekki ).
Það hafði sem sagt ekkert með það að gera hvort hann Floyd Landis vann TdF eða ekki. Og þal var ég ekkert að blanda því við ástæðu þess að hann hefði unnið TdF.
En ef þú horfðir á TdF þetta árið þá tókst honum raunar hið ómögulega, að vinna ef ég man 4 eða 6 mínútur upp sem hann tapaði deginum áður. Það á ekki að vera hægt. En pottþétt að steraplástrar duga ekki til að vinna upp þann tíma. Þeir eru eins og ég sagði aðallega notaðir til að flýta bata á milli daga.
Bætt við 21. mars 2009 - 19:04
Svo má ekki gleyma að Floyd Landis er sudda harður gaur. Hann var að hjóla með handónýta mjöðm, man ekki hvort hann var búinn að fara í aðgerð þarna fyrir Túrinn, minnir ekki. Þannig að gaurinn er fokkíng harður. Eins og þú þarft raunar að vera í TdF. ;)