Nú veit ég það ekki en það gæti vel verið að það hafi áhrif. En það er mjög ólíklegt að það hafi mikið að segja, líklega hverfandi áhrif.
Rannsóknir hafa sýnt að að tyggja tyggjó getur örvað heilastarfsemina örlítið. Og að auki hefur það að tyggja áhrif á að meltingarvegurinn fer að undirbúa sig undir að taka við mat. Það að blekkja metlingarveginn oft á þennan hátt er líklega ekki sérlega gott dag eftir dag, ár eftir ár. En það er ljóst að það að tyggja hefur allskyns áhrif, en ekki búast við því að taka eftir því eða að taka eftir því á vigtinni eða í mælingu á fituprósentu.