HIIT-æfingar. Það er 15 mín. sprettir og létt skokk eða röskur gangur á milli. Það eru vanalega sérstök prógrömm á hlaupabrettum og þrekhjólum sem eru tölvustýrð, flest tæki sem ég hef skoðað innihalda líka smá upphitunartíma og smá rólegt skokk í endann til þess að kæla sig niður. Á tækjunum sem ég nota þá passar akkúrat að stilla 20 mín. æfingu, þá eru 2,5 mín. í upphitun og 2,5 mín í
niðurkælingu og svo sprettir og rólegheit til skiptis í hlutfallinu 1:2 (30 sek. áreynsla, 60 sek. hvíld). Ef þetta er tölvustýrt (eins og flest öll brettin og hjólin í dag) þá lítur súluritið á skjánum væntanlega út eins og smá brekka fyrst, stór tindur, lítil hæð, stór tindur, lítil hæð o.s.frv.