Gaur aldrei að fara til heimilislæknis ef þú hefur grun um krabbamein, augnvandamál o.fl. sem telst undir alvarleg einkenni. Það er í lagi að fara til heimilislæknis ef það er eitthvað sem er algengt t.d. kvef og þess háttar. Ástæðan fyrir því að ég er að segja þetta er að heimilislæknar eru ekki þjálfaðir í meðhöndla augnskaða, krabbamein og þess háttar, þeim hefur náttúrulega verið kennt þetta en hafa þó ekki serhæft sig í þessu, þeir sérhæfa sig í heimilislækningum.
Ef þú færð eitthvað í augað - farðu þá til augnlæknis, þarft oftast ekki að bíða því þeir taka ekki áhættuna á að auga þitt gæti eyðilagst. Ef þú vilt halda sjóninni þá ferðu til augnlæknis..
Ég er alls ekkert að gera lítið úr heimilislæknum en þetta er því miður bara ekki þeirra sérsvið, þess vegna eru þeir t.d. að greina vitlaust og svona því þeir hafa kvorki reynsluna og voða litla kunnáttu til að meðhöndla svona..
Hvað varðar áhyggjur þínar á krabbameini, þá skalltu bara hringja á skiptiborðið á spítalanum, nú man ég ekki hvaða spítali sér um krabbameins meðhöndlun. En þú getur prufað að hringja á borgarspítalann eða Landspítalann segir þeim að þú hafir grun um að þú gætir verið með krabbamein og hvernig sé best í að snúa sér í þessu máli, þá er þér beint í réttu áttina.
Það eru til tæki til þess að skoða krabbamein þetta eru einskonar röntgen tæki, síðan er líka hægt að taka vefsýni og þess háttar,, man ekki alveg hvað tækið heitir í augnablikinu.
En já eitt að lokum, það er dýrt að fara í svona rannsóknir en það er mun betra að halda lífi.