Bannað að sleppa máltíðum, ef þú ætlar að léttast verður þú að borða. Galdurinn við að léttast felst einfaldlega í því að innbyrgða minni orku en þú eyðir þó án þess að sleppa máltíð, þetta má gera með því að breyta matarræði, hreyfa sig meira eða hvorug tveggja (þ.e. annað hvort minnka orkuneyslu eða auka orkunotkun). Þú verður að hafa í huga einnig að það er ekki raunhæft að léttast um meira en eitt kílógramm á viku, ef þú ert að léttast meira en það ertu væntanlega að brjóta niður eitthvað annað en fitu (vöðva- eða jafnvel beinmassa), það er slæmt.
Einfaldasta leiðin til þess að draga úr orkuneyslu í matarræði er að forðast matvæli með viðbættum sykri (sykrað gos, sælgæti, jógurt eða skyrdrykkir með viðbættum sykri, gerviávaxtasafar (djús), hvítt brauð o.s.frv.). Í staðin borðar þú grænmeti, kornmeti, ávexti og hnetur í stað sælgæti til dæmis og bara venjulegt skyr, gróft brauð o.s.frv.
Meira um matarræði hér.Til þess að auka orkunotkun hreyfir þú þig reglulega, skiptir ekki máli hvers eðlis sú hreyfing er. Besta leiðin er þó vafalaust
HIIT æfingar, þar sem þú tekur lotubundið mikið á og hvílir þig á milli. Dæmi um slíkt er að skokka nærri því eins hratt og þú getur í 4 mín., ganga rösklega í 4 mín. og endurtaka. Annað dæmi er að nota þrekhjól í ræktinni, mörg þeirra eru tölvustýrð með stillingu sem á súluriti lítur út eins og hólar og hæðir, þú ferð upp á hæð og erfiðar þar, ferð svo niður og hvílir þig, ferð svo aftur upp o.s.frv. Þetta tekur ekki nema svona 20 mín. á dag. (NB: það er líka mikilvægt að hafa hvíldardag í vikunni).