Nei, það er ekki einhæft miðað við næringarþörf líkamans. Mest megnið af trefjum, vítamínum og snefilefnum koma úr kornmeti, grænmeti og ávöxtum sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessu hlutfalli.
Ég hef óspart vitnað í nýja fæðupýramídann sem heilbrigðisdeild Harvard setti saman, á vefsíðunni þeirra er þetta útskýrt nokkuð vel:
http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/what-should-you-eat/pyramid-full-story/index.htmlÍ þessum endurnýjaða pýramída er loksins búið að undirstrika mikilvægi þess að sækja góð kolvetni, fitu og prótín á rétta staði. Til dæmis er fiskur mun betri fæða upp á að fá prótín en rautt kjöt, ekki vegna þess endilega að prótínin í rauðu kjöti séu óholl heldur vegna þess að því fylgir mikið magn af mettaðri fitu o.s.frv. Það er líka dregið úr gildi mjólkurvara, sem menn hafa verið að drekka óspart til þess að styrkja bein og því um líkt (sbr. auglýsingarnar frá Mjólkursölunni). Mjólk ein og sér er ekkert galdaefni fyrir beinauppbyggingu, mótstöðuæfingar eins og lyftingar eru mikið betra tæki til þess að byggja upp og viðhalda heilbrigðum beinvef þó svo nægt kalk sé mikilvægt, en það má einmitt fá úr jurtaríkinu líka og þannig losna við mettaða fitu sem er óholl. Þarna er líka útskýrt hvers vegna það skiptir máli hvaðan kolvetnin koma, til þess að halda blóðsykurmagninu í jafnvægi þarf að borða flóknar kolvetnis-sameindir sem brotna hægt niður í meltingarkerfinu o.s.frv. Þarna er líka undirstrikað mikilvægi fitunar, eins og þú sérð er hún í sama þrepi og kornmetið og grænmetið. Fitan þarf hins vegar að vera úr holl líka, það er ómettaðar fitur sem við getum ekki myndað sjálf, svo sem hinar gríðarlega mikilvægu ómegafitusýrur (sem er reyndar gnógt af í fiski og sumum hnetum).