Ef þú ert að stunda lyftingar þá ættir þú að hvíla hvern vöðvahóp í 48 klukkustundir, þannig að ef þú þjálfar fætur á mánudegi þá gerir þú það ekki aftur fyrr en á miðvikudegi. Þú getur samt alveg farið í ræktina inn á milli, bara ekki taka sama vöðvahóp. Sofa svo bara nóg.
Hef aldrei heyrt um að menn ættu að taka sér hvíld eftir fjórar vikur, hins vegar eru sumir sem “pýramíða”: þ.e. þeir byrja á léttum mánuði og auka svo álagið stighækkandi, eftir fjórða mánuðinn taka þeir svo tveggja vikna frí, en í síðasta mánuðinum hafa þeir líka verið að taka mjög vel á.