Það er vissulega mjög vandmeðfarið að halda sig í æskilegri þyngd eftir átak. Mjög algengt að fólk bæti á sig eftirá.
Bæði afþví að líkaminn er vanur einhverri þyngd. Segjum að þú sért búin að vera 90kg í 2 ár +/- 1kg, að þó að þú komist niður í 80 á segjum 12 vikum að þá á hann eftir að “núllstilla” sig í þeirri þyngd. Gefðu þér nokkrar vikur, jafnvel bara nokkuð margar, í að halda þér í æskilegri þyngd áður en þú ferð að setja þér ný markmið, einsog t.d. að bulka.
Einnig eru mörg brennsluefni, svosem klemmi og efedrín sem að hafa áhrif á einhverjar stöðvar í heilanum sem að stjórna fitubrennsluni. Mig minnir að þessir boðberar heiti b-eitthvað. Líkaminn þarf smá tíma eftirá til að jafna sig. Ég hinsvergar veit ekkert hvað er í lipo6. ef að þetta er bara einsog hydroxicut sem að fæst í hagkaup þá myndi ég ekkert vera að stressa mig í drasl.
“þarf maður alltaf að vera á þessum töflum þótt maður er buinn að ná sínu markmiði ?”
Nei, það getur haft varanleg áhrif á fitubrennsluna. Þú átt að taka kúra á svona lyfjum ef að þú villt forðast óæskilegar afleiðingar.