Ég er að spá í að hætta að borða brauð og jafnvel pasta líka nema kannski á nammidögum og sjá hvernig það gengur. Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta en ég nenni ekki að fara út í það :) En eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvað ég get borðað í staðinn, eitthvað sem maður verður vel saddur af?
Það eru ekki skiptar skoðanir um brauð og pasta, það eru annars vegar hálfvitar sem halda að allt brauð sé bakað jafnt og hins vegar fólk sem gerir sér grein fyrir því að það má gera pasta á marga vegu.
Já, ég er reyndar sammála þér með speltpastað. Finn engan mun á speltpasta og venjulegu pasta! En langar bara að prófa að hætta að borða brauð og pasta nema á nammidögum og athuga hvort ég grennist eitthvað af viti…
Það er í fínulagi að borða eitthvað brauð ef það er bakað úr heilhveiti ( þ.e.a.s. úr öllu korninu en ekki bara hvíta hlutanum ). En þú getur prufað að borða hentur, möndlur og allskonar fræ í staðinn.
Ég veit um eina leið sem ég nota sem grænmetisæta. Það er að gera risa uppskrift af einhverjum rétt og borða svo kalt og taka með sem nesti og sona. Gætir t.d. keypt linsubaunir og hrísgrjón og soðið. skerir niður sveppi og paprikur á pönnu m. olífu olíu og steikir. Skellir svo öllu saman og saltar, piprar og lætur kannski ögn af olífu olíu. Svo láta þetta bara í dalla og taka með í staðinn fyrir brauð/pasta. Getur gert eina uppskrift sem dugar út vikuna. Getur líka dreift þessu með því að steikja mismunandi grænmeti með.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..