HIITLétt og langt á milli þess sem þú gerir HIIT. Ef þú veist hvernig þú verður prófaður ( ég geri ráð fyrir að þú sért að fara í þolpróf ) byrjaðu þá að taka æfingarpróf strax og skráðu niðurstöðuna. Taktu svo annað eftir viku. Vertu hvíldur áður en þú ferð í þolprófið. Sumir taka stutt high intensity daginn fyrir keppnir, gallinn er að þú veist ekki hvort þú þolir það. Það tekur c.a. 2 daga að hvíla eftir mikil átök, þannig að ekki taka HIIT æfingu of nálægt prófi, taktu frekar létt og stutt og svo mjög stutt erfitt daginn áður, bara rétt til að kveikja á líkamanum daginn áður; en bara ef þú heldur að það draini þig ekki. Þú getur reynt að taka 3 HIIT æfingar fyrstu vikuna, en ekki taka fleiri en 2 vikuna fyrir prófið, því það drainar þig of mikið ef þú gerir þær rétt.
Þú verður algerlega að keyra þig út á þessum æfingum! Algerlega. Gott ef þú gubbar!
Bætt við 17. febrúar 2009 - 18:11 Ef þú átt vin sem er geðveikur taktu hann þá með á HIIT æfingar og láttu hann lemja þig áfram. Notaðu mest aggressífustu tónlist sem þú getur fundið.
En mundu að hita rólega upp ca 10-15 mín, má alls ekki sleppa því að hita upp. Þú verður að vera tilbúinn í átökin þegar þú byrjar og líða vel í skrokknum og finna að hann er heitur.
Þetta eru erfiðustu æfingar sem þú getur lagt á þig. Þannig að ef þú ert við það að fara að grenja eða að gubba, eða bæði, þá veistu að þú ert að gera þær. ;)