Hef áhveðið að reyna að bæta eins miklu próteini og ég get inní mataræðið hjá mér til að hjálpa til í ræktini og reyna að þyngja mig. Á mjög lítinn pening eins og er en hef verið að notast við hafragraut og hrá egg í morgunmat og svo skyr milli mála svona til að ná þessu aðeins upp. Heyrði eitthverntíman að maður mætti ekki borða of mikið af eggjum á dag er eitthvað til í því og hvað er þá hámarkið. Væri alveg til í að eiga efni á kjúklingabringum í hvert mál en er ekki alveg það vel staddur einsog er =P.

var að pæla í eitthverju einsog

Morgunmat - Hafragraut, 2hrá egg, omega 3 fitusýrur.

Þar á milli - Skyr og banani.

Hádegismat - Eitthvern heitan mat, omega 3 fitusýrur.

Þar á milli - Skyr og banani og samloka.

Kvöldmatur - Heitur matur og borða nóg af honum, Hrá egg eftir að ég er búinn að borða, omega 3 fitusýrur.

Fyrir svefn - Fá mér skyrdollu fyrir svefninn.

Endilega koma með comment og hverju er hægt að bæta inn sem er ódýrt, fljótlegt og próteinríkt.