Borðaðu bara mikið af hollum mat á tveggja tíma fresti, ekki sleppa máltið. Mundu líka að borða á kvöldin! og fáðu þér hreint skyr eða nokkur egg fyrir svefninn eða bara bæði.
Hreint skyr er hrært skyr, án sykurs og það er eiginlega þægilegra að sjóða bara þónokkur egg í einu og borða þau alltaf síðan annað slagið. Líka gott að taka einhverjar olíur með fyrirsvefn naslinu.
Farðu bara að borða aðeins meira en þú ert vanur og sjáðu hvað gerist.
Ekki fara á einhvern dirtybulk pakka (Ég er að lyfta þungt og stækka svo ég borða bara eins mikið og ég get af öllu harharhar), þá verður þú bara feitur.
Ef þú ert horrengla af eðlisfari þá þarftu að fara sérstaklega varlega því þá fer sáralítið af aukakaloríunum í vöðvauppbyggingu heldur setjast þær flestar framan á magann þér.
Ef þú er að þyngjast um 0,5kg á viku ertu líklegast að fitna.
Reyndu að láta þessar aukakaloríur sem þú borðar vera proteinríkar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..