Ég er ósammála þér. Ég er aftur og aftur að sjá spurningar um brennsluefni hér á huga, eða mis upplýstar umræður um það sama. Hugmyndir fólks hér á huga um brennsluefni virðast vera fremur óljósar.
Þegar ég tala um afetamín er ég að setja brennsluefni í stærra samhengi. Vonandi til þess að örva aðeins gagnrýna hugsun hjá þeim sem það lesa. Hvað á ég við? Jú, samanborðið við afetamín hafa lögleg svokölluð
brennsluefni nánast bara
placebo verkun. Og vonandi, sem er auðvitað alger óskhyggja, þegar fólki er bent á þennan mikla mismun ljómast hugur þess upp í þá upplýstu fullvissu að brennsluefni eru nánast gagnslaus til fitubrennslu ( sem lýsir sér í mælanlegum árangri ).
Þetta þýðir ekki að ég sé að mæla með því að fólk noti amfetamín í stað löglegra efna. Ég er að mæla með því að fólk spari peninginn og hreyfi sig einfaldlega meira, og eða hækki álag þeirrar hreyfningar sem það stundar.
Að auki er ég ósammála þér um að þetta séu “wise-ass” ( smartass ) komment. Afhverju? Jú, ég er ekki að reyna að vera sniðugur heldur er ég einlæglega að meina það sem ég er að segja. Ég held að einlægt komment útiloki nokkurnvegin algerlega að það flokkist smartass.
Annars hugsa ég oft nú orðið hvað í andsk ég sé að eyða orðum í huga heilsu lengur, það tekur því bara ekki að leiðrétta allt það rugl sem flæðir á skjáinn þegar maður kíkir hér inn. Og svo bíður maður í mánuð eða viku, og einhver annar endurtekur sama ruglið aftur.