*Finna ekki bílastæði nálægt inngangnum (Laugar, Spöng)
Afhverju er fólk að missa sig svona yfir því að fá ekki stæði við innganginn? Ekkert að því að labba smá auka spotta inn í stöðina. Þetta svipar til þess að fólk vilji fá rúllustiga inn í líkamsræktarstöðina. Leti, ekkert annað ;)
*Þegar spottarinn spottar mann of mikið.
Sammála þér þarna. Fátt sem pirrar mig meira en þegar sá sem á að spotta mann er farinn að rífa í lóðin nánast í öðru repsi. Maður lætur vita þegar maður þarfnast þeirra. Annars finnst mér settið hálfónýtt!
*Þegar einhver spyr “áttu mikið eftir?”
Þetta getur verið pirrandi, en þá sérstaklega þegar fólk verður pirrað þegar maður segir því að maður sé rétt að byrja :P
Vitið þið um einhverja betri leið til að orða þessa spurningu?
*Þegar einver tekur lóðin hjá manni.
Haha! Þetta kannast ég of vel við. Fólk virðist ekki alveg vera að kaupa það að ég sé að lyfta þessari þyngd, og finnst það greinilega sjálfsagt að taka lóðin frá mér um leið og ég legg þau niður. Þegar strákar gera þetta, þá einfaldlega bara tek ég næstu þyngd fyrir ofan. Það stuðar þá frekar mikið þegar þeir eru að gera sömu æfingu og ég :P
En það sem fer í taugarnar á mér er að sjá stelpur sem mæta í ræktina og lyfta aðeins og eingöngu 3-5kg lóðum og gera bara ,,hliðarspiksæfingar“ til að ,,taka fituna”.
En það er að sjálfsögðu bara þeirra mál, ekki mitt :) Mér þykir bara leiðinlegt að sjá þær eyða dýrmætum ræktartíma sínum í svona, á meðan þær gætu í alvöru verið að lyfta ofurlítið þyngra, með áætlun og náð þar af leiðandi smá árangri :)
Það sem pirrar mig allra, ALLRA mest í ræktinni er það þegar ég er að taka réttstöðulyftur eða hnébeygjur og er að hvíla kannski, þá kemur einhver tittur og spyr hvort ég sé að passa þetta fyrir einhvern, kærastann eða e-ð.
Þá verður mín EKKI sátt! Þótt þetta sé kannski smá hrós út af fyrir sig :)