Hvað er það sem pirrar ykkur mest þegar þið stunduð líkamsrækt/lyftingar?

Hjá mér er það:

*Finna ekki bílastæði nálægt inngangnum (Laugar, Spöng)
*Rétt missa af einhverju tæki sem maður ætlaði að fara í.
*Mistakast að maxa.
*Þegar spottarinn spottar mann of mikið.
*Grannir gaurar sem mæta í “wife-beater” og halda að þeir séu massaðir.
*Þegar einhver tekur töskuna mína sem ég geymi á bekk í búningsklefanum og færir hana án þess að spyrja um leyfi.
*Þegar einhver truflar mann þegar maður er að lyfta einhverju þungu, samt ekki max.
*Þegar einhver tekur eitthvað sem á að fygja í tækinu og fer með það eitthvert annað.
*Þegar litlir gaurar segja “ég er að maxa 30kg í bekk!!”
*Þegar einhver spyr “áttu mikið eftir?”
*Þegar einver tekur lóðin hjá manni.


Þetta er svona aðallega hlutirnir sem pirra mig, ég pirrast mjög fljótt og svona þannig :-S

En hvað pirrar þig?