Það er mögulegt að þetta sé ofþjálfun, en kíktu á linkana hér fyrir neðan, og sjáðu hvort einkennin passi við þig.
http://sportsmedicine.about.com/cs/overtraining/a/aa062499a.htmhttp://en.wikipedia.org/wiki/OvertrainingVarðandi svefn þá þarftu líklega 9-10 tíma miðað við æfingar. Og það er ekkert að því að ná upp svefni með því að leggja sig í 30-60 mín eftir æfingar. Margir íþróttamenn sem æfa mikið gera þetta, og sumir mæla eindregið með því. Eitt einkenni ofþjálfunar er að maður á erfitt með að sofa vel á nóttinni.
Það þarf líklega ekki að segja þér að maturinn skiptir rosalegu máli hér. Og það að fá öll vítamín og steinefni. Fínt að taka járnkúr á 1-2 mánaða fresti, sem sagt að drekka þá járnmixtúru.
Ef þú heldur, eftir að hafa lesið linkana sem ég setti inn hér fyrir ofan, að þessi einkenni geti átt við þig. Þá myndi ég tala við þjálfarann og spyrja hvort þú getir tekið léttan mánuð eða eitthvað svoleiðis, eða spyrja hann bara hvort hann telji mögulegt að þú sért að þjálfa aðeins of mikið. Ég veit auðvitað ekki hvernig sambandið er á milli ykkar en ef þú ert með skýr merki ofþjálfunar ( samkvæmt linkunum hér að ofan ) þá ætti hann nú að taka mark á því.
En svo er líka mögulegt að þú þurfir einfaldlega að sofa meira miðað við æfingar, og eða bæta mataræðið, og eða þig vantar bætiefni ( vítamín, steinefni ).
Gangi þér vel!