Cardíó er í raun frekar asnalegt gæluheiti dregið af “cardiac” sem þýðir “það sem tengist hjartanu” á læknamáli. Þannig að það er verið að vitna í að þú sért að þjálfa hjartað.
Cardíó er hinsvegar einskonar regnhlífahugtak yfir æfingar sem þjálfa þol.
Það sem þú er líklega að hugsa um er það sem er kallað interval þjálfun. Magir hér á huga þekkja það sem HIIT (
High Intensity Interval Training ) sem er í raun bara hefðbundin interval þjálfun, nema hvað það er búið að markaðssetja það sem eitthvað nýtt undir HIIT í líkamsræktargeiranum, sem er annars frekar ráðandi hér á huga heilsu. Meðal íþróttamanna er interval þjálfun notuð ( og hefur verið notuð, lengur en afar ykkar og ömmur hafa lifað, jafnvel lengur ) til þess að toppa formið sem hefur verið byggt upp með jafnari æfingum stæðstan hluta ársins. En fyrir venjulegan dude af götunni virkar svona þjálfun eins og sprauta af EPO og fólk finnur stóran mun, vegna þess að það var í svon skítlélegu formi fyrir. ;) Fyrir íþróttamenn þýðir þetta bara toppun, og þess má geta að íþróttamenn geta í raun aðeins toppað almennilega c.a. 2 á ári, líkaminn leyfir ekki meir.
En þetta var líklega lengri útgáfan af því sem ég ætlaði að segja. ;)