Jæja þá er kominn tími á að bæta fæðubótarefnum við prógrammið í ræktinni svona fyrst maður er kominn með prógramm sem manni líkar við og er dottinn í gang.

Nú hef ég t.d. ekki heyrt neitt nema gott um 100% Whey Gold Standard, er það jafn gott og menn seija eða er til eitthvað annað jafn gott sem væri þess virði að athuga?

Svo hef ég verið að lesa mér til um Kreatín en þar sem ég er frekar mikill nýgræðingur í fæðubótarefnum þá er ég ekki alveg með það á hreinu hvernig maður á að snúa sér í því öllu, en eitt er víst að ég ætla að panta af www.perform.is eða annari íslenskri síðu þannig að þetta þarf að vera til þar.

Öll ráð velkomin og best væri ef aðilinn sem miðlar reynslu sinni væri með reynslu af því sem hann er að tala um.

Takk fyrir:)
Andskotinn!!!