hmm.. ég held að kaffi hafi ekki nein slæm áhrif á uppbyggingu þannig séð, nema þú sért að skella í þig 50 bollum á dag eða eikkað, en 2-3 bollar um morgun og svoleiðis er alveg meinlaust held ég…tennur verða aðeins gular með langtíma kaffi drykkju, en bara bursta =D
tek það fram að þetta er bara það sem ég held, hef engar vísindalegar sannanir eða svoleiðis..bara getgátur.
Kaffi hefur svosem ekki slæm áhrif á uppbyggingu vöðva, en ofneysla kaffi (og koffíndrykkja almennt) getur haft slæm áhrif á cortisol-myndun líkamans (og þá auðvitað bara tímabundið).
Best væri að halda neyslunni í hófi og drekka kaffið bara undir réttum kringumstæðum, þ.e. að sleppa því að fá sér alltaf kaffibolla, eða tvo, í hvert mál.
Bætt við 26. janúar 2009 - 23:06 Og eins og sagt hefur verið að ofan eykur koffín brennslu líkamans með auknu blóðflæði líkt og önnur örvandi efni.
einn náungi sem ég þekki þambar núna kaffi fyrir æfingar, hann heyrði það víst frá einhverjum kraftakalli að það hefði góð áhrif á brennslu og annað slíkt og hefur sá eitthvað verið að drekka það svona. Hvort það sé slæmt eða ekki, get ég ekki sagt um og sel þetta ekki dýrara en ég keypti.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..