Missti 12 kíló á einum mánuði, æfði stíft 6 sinnum í viku, 3 dagar brennsla, 3 dagar lyftingar+brennsla, þetta var matarprógrammið svona ca, er ekki alveg með það 100% í hausnum:
Morgunmatur:
Weetabix með mjólk og smá próteindufti + ávöxtur
Morgunkaffi:
2 litlar skyr (hreint Flóa skyr eða sykurlaust skyr.is, það eru 3 tegundir allavega sem eru sykurlausar svo maður þarf ekkert að fá leiða á því) eða próteinsheik (planið sagði ávöxtur líka, tók hann með þegar ég var í stuði)
Hádegismatur
gras með kjúklingi eða fiski og slatta af hrísgrjónum eða kartöflum
Miðdegiskaffi:
Sama og morgunkaffið :P
Kvöldmatur:
Kjúklingur eða fiskur með góðum slatta af grasi en ekki miklu af hrísgrjónum eða kartöflum
Miðað við, ef ég man rétt, ca. 35-40g af próteinum per máltíð..
Eftir kvöldmat:
Tók yfirleitt æfingu mátulega seint eftir kvöldmat og sturtaði í mig eftir hana próteindufti, blönduðu í hreinan ávaxtasmoothie (aðallega af því ég er of latur til að reka blandara (nenni ekki að þrífa hann:P)), semí-nákvæmt mældan með djúsmagn á móti einni skeið af próteini þ.a. ívið meira væri af próteinum en kolvetnum (svona 35:65 eða 40:60)
Nammidagur á laugardegi eða sunnudegi (ég tók sunnudaginn þar sem ég er meiri steikarkall en nammigrís, nammigrísirinir vilja kannski frekar laugardaginn nema sunnudagssteikin hjá mömmu heilli þeim mun meira), og sukki að sjálfsögðu stillt í hóf þótt það sé leyfilegt.
Hmmm… þarf að fara að taka annan svona skurk og koma mér endanlega í “ásættanlegt” form :P