Samkvæmt eðlisfræðinni getur ekkert brunnið án súrefnis. Súrefni flyst með blóðinu. Þannig ef þú eykur blóð og blóðflæði í líkamanum, þá eykst brennslan. Flest allt grænmeti eykur blóðið.. sérstaklega hveitigras, mæli með því.
Annað mikilvægt atriði er Hiti.
Dæmi: Setur smjörstykki á pönnu til að bræða það ! Fattarðu ?? (kannski ekki besta dæmið, en ég vona þú skiljir)
Þannig að súrefni og hiti eru mikilvægir þættir þegar kemur að brennslu.. fyrir utan þá lógík að minnka hitaeiningafjöldann.
Einnig er gott að taka L-Carnatine, sem er amínósýra og hjálpar til við fitubrennslu.
Einnig telja margir að svokallaðar “interval” æfingar hentur betur en venjulegt “fat burn” prógramm á hlaupabretti. En interval eru stuttir sprettir með göngu inn á milli..
Ég held það hafi verið gerðar rannsóknir með þetta þar sem einn hópur var látinn gera “interval” en hinn “fat burn” prógramm í 20 vikur, og í lokin mældist “interval” hópurinn með 9x meiri brennslu en “fat burn” hópurinn.
Svo er bara um að gera að halda reglu á mataræðinu, helst að borða á 2-3 tíma fresti og ekkert nammi eða junk nema á laugardögum. Þá ætti þetta allt saman að koma fljótlega. Og muna að stilla á þolinmæði, Róm var ekki byggð á einum degi..
Vonandi hjálpar þetta eitthvað,
gangi þér vel.