Jahá, best fyrir þig eins og ég best veit að taka sem mest compound æfingar, ekki vera skipta þessu ýkt mikið niður. Eins og ein æfing fyrir hvern vöðvahóp. Annars mæli ég með Hiit eftir að þú ert búinn að lyfta. Þá ertu minnir mig að vinna við mikið álag í ákveðinn tíma en svo með stuttum hvíldartíma inná milli. Eins og ef þú tekur 20 mínútna brennslu, þá getur þetta verið e-n veginn svona:
Upphitun í 5 mín
Spretta í 1 mín
hvíla/skokka/rölta í 1 mín
Skiptast svona á, í 5 skipti
taka svo 5 mín rólega í lokin
= 10 mín + upphitun og 5 rólegar mín í lokin = 20 mín
Bætt við 14. janúar 2009 - 00:46
Svo geturu líka prófað “Tabata method”. Það er víst dauði! Eins spennandi og það hljómar, en maður á víst að komast í tussugott form þó maur taki það 3x í viku eftir lyftingarnar t.d. En það gengur útá að reyna á sig eins og maður getur í 20 sek, hvíla svo í 10 sek. Gera þetta 8 sinnum. Skiptir ekki hvað þú gerir, bara nota ýmindunaraflið. Hægt að taka t.d. spretti, hnébeygjuhopp eða aðrar skemmtilegar æfingar, er samt ekki að tala um að gera þetta með bicep curl. En það má nota ýmislegt, bara láta hugan reika, sem minn gerir ekki núna þarsem mér dettur ekkert annað í hug, en gangi þér vel
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.