Þannig er mál með vexti að mataræði hefur verið í frekar miklu rugli hjá mér, ég brenni virkilega hratt og hef átt erfitt með að þyngjast og hef kannski ekki beinlínis verið að borða í samanburði við það.
Í sumar mætti ég reglulega í ræktina og var með prógram og tók bara vel á. Vandamálið var bara að ég náði takmörkuðum framförum og held ég að mataræðið spila þar mest inn í, af þessum ástæðum var ég hættur að nenna að mæta. Nú er ég að byrja aftur og mig langar til þess að bæta mig og þarf því að laga mataræðið og vantar hjálp við það.
Venjan hjá mér var alltaf bara morgunkorn í morgunmat, eitthver skyndibiti í hádeginu (vísu byrjaður að taka nesti með mér í skólan núna), samloka eða e-ð álíka þegar ég kem heim og síðan kvöldmatur. Væri fínt ef þið gætuð bent mér á hvað ég á að henda út og hvað ég gæti sett inn í staðin.
Einnig var ég að pæla í að byrja að nota gainer og það væri fínt ef þið gætuð bennt mér á eitthvern sem þið mælið með og líka hvar ég gæti bætt honum inn í matmálshringinn.