Hæ!
Ég er mikið búin að hugsa um þetta og vissi ekkert hvert ég átti að senda þetta svo ég prófa bara hér :o)
Nú er ég frekar hávaxin (188cm) og á vinkonu sem er 180cm. Í hvert einasta skipti sem við förum á djammið eða í verslunarleiðangur eða bara hvar sem við erum þar sem það er mikið af fólki, þá finnst okkur (og þá sérstaklega mér) við gnæva yfir alla! Það er reyndar ekkert svo skrýtið að ég sjái yfir allar stelpurnar en mér finnst strákarnir hafa farið minnkandi!
Tökum sem dæmi: Við kíkjum á djammið og týnum hvor annarri inni á einhverjum skemmtistað. Þá þurfum við ekki annað en stoppa og líta yfir gólfið og undantekningarlaust þá sjáum við hvor aðra.
Þá er spurningin: Finnst ykkur að fólk hafi farið minnkandi eða er ég sú eina sem á við þetta “vandamál” að stríða?
Þetta fór náttúrleg allt í belg og biðu hjá mér en ég vona að þið skiljið hvað ég á við!
Kv. Peewee