Hve oft og hve mikið veltur á því hvað þú vilt gera.
Ef þú vilt þyngjast og vantar upp heildar hitaeiningafjöla yfir daginn, eða vilt tryggja að þú sért örugglega að fá nóg af hitaeiningum. Þá geturðu tekið gainer á milli mála, svona bara eftir þörfum. En líka eftir æfingar, borgar sig alltaf. Ef þú æfir ekkert, eða lyftir ekkert, þá er ólíklegt að þú náir að nota þessar auka hitaeiningar sem þú færð úr gainernum, og þá muntu bara fitna. En ef þú æfir nóg til að nota þessar hitaeiningar, þá munu þær styrkja þig, gefa þér orku og eða styrkja líkamann ( vöðva, bein, sinar og svo framvegis ).
Ég geri ráð fyrir að þú viljir ekki verða feitur, þannig að málið er að taka passlega mikið til þess að þú náir að nota hitaeiningarnar, og að þær fari ekki bara í fitu.
Taktu gainer eftir allar æfingar, líka knattspyrnuæfingar, en þú verður að meta hve mikið þú þarft. Ef æfingin var stíf og eða löng og þú ert vikilega þreyttur, þá er málið að taka stóran skammt. En ef þetta var bara svona frekar létt stutt æfing, og þú finnur voða lítið fyrir henni. Þá er málið að taka kannski bara hálfan skammt, eða jafnvel bara sleppa því ( veltur á því hvort þú ert almennt grannur eða í feitara lagi, eða hvort þú ert oft orkulaus ). Ég tók stundum 3-4 falda skammta eftir erfiðar hjólaæfingar, td 100 km æfingar eða mjög hraðar æfingar; eiginlega bara eftir tilfinningu, og kannski líka eftir því sem púlsmælirinn sagði mér að ég hafi brennt miklu.
Sem sagt alltaf eftir æfingar nema þær séu drullu léttar, en jafnvel þá líka.
Ef þú ert með einhvern svona lausan extra skammt sem þú vilt taka yfir daginn, þá myndi ég persónulega taka hann fyrripart dags, á milli máltíða. Þú getur líka tekið hann fyrir æfingu, ef þú heldur að magin á þér þoli það á æfingunni. ( Ef þú borðar of stuttu fyrir æfingu, er hætt við að þú fáir æluna, eða þér finnist þú vera þungur á þér. ) En það er líklega best að þú prufir þig bara áfram með þetta.