Tja, ég er á smá undarlegum tímapunkti akkúrat núna hvað varðar það sem ég æfi. Ég hef verið að æfa hjólreiðar í nokkur ár, en er að hugleiða að skipta yfir í hlaup og einbeita mér að styttri og hraðari hlaupum eins og 5k eða 10k.
Lyftingarnar eru meira hugsaðar til að byggja alvöru grunnstyrk, og viðhalda honum. En planið er meira að verða bara mjög svona athletic en helst ekki huge. ;)
Sama í hvaða íþrótt þú stundar, þá eru það vanalega gömlu grunnatriðin sem eru mikilvægust. Og þegar það kemur að styrktarþjálfun þá slær ekkert barbells styrktarþjálfun út sem leið til að byggja upp kjarnastyrk. Kettlebells eru kannski líka góð leið til að byggja miðjustyrk og alhliða styrk, en barbells eru the way to go ef maður ætlar að byggja hráan styrk. Ekki það að ég haldi að þú vitir þetta ekki, er bara ‘að veifa fánanum’ ef þú skilur hvað ég á við.