Sæll Viktor, ég geri ráð fyrir því að þú sért sá sami Viktor og keppti á Gamlársmótinu á bekk…
Ég hef sterkar heimildir fyrir því að þú æfir niður í Átaki og hafir lítið sem ekkert að gera við slopp (ekki vegna þess að þú æfir í Átkaki, heldur vegna þess hvernig þú stóðst þig á mótinu).
Ég þekki þig ekki neitt og þú sennilega ekki mig en ef pælingin með því að kaupa sér slopp er sú að taka meira í bekk, hvort sem að þú ætlar að nota hann á móti eða bara á æfingum, hún á bara ekki rétt á sér.
Fyrir það fyrsta ertu gífurlega ungur og ert enn að stækka mjög hratt, þannig að sloppurinn yrði fljótt allt of lítill. Síðan má nefna það að þú hefðir líklegast gott að æfa í Jötunheimum í einhvern tíma, það er að segja að ef þú hefur áhuga á kraftlyftingum, þar sem að þar eru menn sem eru bæði mér og þér vitrari um kraftlyftingar. Einnig má benda á það að þó svo að fyrsta mót hafi mistekist hjá þér, þá hafa fleiri lent í því að klúðra sínu fyrsta móti, það kemur bara með reynslunni, t.d. má nefna að Gummi Páls, sem tók á mótinu 200kg, hann fékk enga lyftu í gegn á sínu fyrsta móti.
Það sem að ég er líklegast að reyna að segja þér í þessu “stutta” svari mínu er það að, að það er komin svo agnarlítil reynsla á þig, taktu frekar nokkrar æfingar upp í Jötunheimum undir leiðsögn fróðra manna og í hrikalegum anda. Ef þú sýnir þeim virðingu og biður um leiðsögn, þá er ég næsta víst að þeir muni hjálpa þér.
Ekkert vit að fá sér slopp núna, sérstaklega þar sem að enginn getur kennt þér almennilega á hann þarna niður á bjargi og þar sem að það væri bara eyðsla á peningum sem myndu nýtast þér betur í annað, t.d. held ég að góður prótein dunkur sem og hrikalegar æfingar gefi þér meira en sloppur nokkurn tíman.