þannig er að mér er ALLTAF kalt
,
Fingurnir og tærnar eru alltaf eins og klaki, bókstaflega.
Líkaminn bregst svona við hitastigsbreytingum, þegar hitastig líkamans fellur fyrir neðan 37°C þa bregst hann við með því að draga saman æðar í útlimum, og dæla meira blóði á staði sem skipta máli… Þess vegna eru puttarnir/tærnar alltaf ískaldar.
Það eru nokkrir hlutir sem geta valdið þessu. Núna veit ég t.d. ekki hvort þú reykir eða ekki. En reykingar valda því oft að dregur úr blóðflutningi til vefja..
Líka hvort þú klæðir þig nógu vel.
Hvort þú sért með e-h hjarta/æðasjúkdóma. Það er bara svo margt sem getur valdið þessu.
Síðan er bara einfaldasta málið sem þú getur gert ef þú vilt hita þig upp, það er að hreyfa stóru vöðvanna þína..Með því að hreyfa þá þá býrðu til hita sem dreifist síðan út um líkamann.
Svo ef ég stend upp, þá í 90% skipti fæ ég svona svart fyrir og augun og svimar miiiikið.
Eitt gott ráð til þess að koma í veg fyrir þetta. Það er ákveðin dæla sem er staðsett í kálfunum hjá þér. Þegar þú situr þá er þessi dæla óvirk en hlutverk hennar er að pumpa súrefnisnauðu blóði aftur til hjartans. Þannig að til þess að fá þessa pumpu í gang þá skaltu stíga í tærnar og lyfta kálfunum upp og niður. En það sem gerist þegar þú situr til langs tíma að þá safnast blóðið fyrir þarna niðri síðan stendur þú rosalega snökkt upp og allt blóðið fer á hreyfingu aftur eftir að hafa verið að safnast þarna niðri í þó nokkurn tíma..Já og eitt enn, ekki krossleggja á þér fæturna það hindar að þessi pumpa fari í gang líka;)