Ég fór í blóðprufu um daginn og er bara með 14 af ca. 30 sem er eðlilegt í járni.
Ég er búin að vera taka lyfið duraferon við þessu en það tekur víst frekar langan tíma að lagast.

Mig svimar oft og fæ svona svart fyrir augun þegar ég stend upp og er með svefnsýki! Ég vil losna við þetta sem fyrst og vantar ráð um það hvað inniheldur mikið járn og hvernig sé best að ná því upp aftur á “stuttum” tíma! :)

Bætt við 3. janúar 2009 - 00:30
já og ég reyni að taka inn c-vítamín því það á víst eitthvað að hjálpa járnupptöku.
;D