Spurningin mín hljómar svona: Þyngist maður á þessu eða?
Stækka vöðvarnir?
nei
10sek c.a. sprengikraft..? Veit nú ekki alveg með þessar tölur, eða kannski bara orðalagið.
Creatine, by way of conversion to and from phosphocreatine, functions in all vertebrates and some invertebrates, in conjunction with the enzyme creatine kinase. A similar system based on arginine/phosphoarginine operates in many invertebrates via the action of Arginine Kinase. The presence of this energy buffer system keeps the ATP/ADP ratio high at subcellular places where ATP is needed, which ensures that the free energy of ATP remains high and minimizes the loss of adenosine nucleotides, which would cause cellular dysfunction. Such high-energy phosphate buffers in the form of phosphocreatine or phosphoarginine are known as phosphagens. In addition, due to the presence of subcompartmentalized Creatine Kinase Isoforms at specific sites of the cell, the phosphocreatine/creatine kinase system also acts as an intracellular energy transport system from those places where ATP is generated (mitochondria and glycolysis) to those places where energy is needed and used, e.g., at the myofibrils for muscle contraction, at the sarcoplasmic reticulum (SR) for calcium pumping, and at the sites of many more biological processes that depend on ATP.
Kreatín gerir þig sterkari: kreatín er oftast á forminu kreatín-fosfat (CP). Adenósín-þrí-fosfat (ATP) er geymslustaður orku í líkamanum. Við aukna neyslu á kreatín-fosfati stuðlum við að því að hafa meira af ATP við áreynslu í stutt, snörp átök (1-10s). Því er talið að við getum bætt ákefð í stuttum, snörpum átökum ef við neytum fæðubótarefna sem innihalda kreatín. Niðurstöður rannsókna, sem nær eingöngu hafa verið gerðar á karlmönnum 18-35 ára, benda til þess að neyslan sé án óæskilegra hliðarverkana fyrir þann hóp. Upplýsingar varðandi aðra hópa liggja ekki fyrir og því ættu börn og unglingar ekki að neyta kreatíns.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín mónóhydrate) geti aukið hámarksafköst þeirra sem stunda íþróttagreinar þar sem hámarksáreynsla í stuttan tíma (6-60 sek.) er mikilvæg. Má þar nefna spretthlaup, lyftingar, spretthjólreiðar og sprettsund. Í þessum rannsóknum var neyslan frá 5 g af kreatíni á dag og upp í 30 g á dag þar sem upphafsskammtur (mest ein vika) samanstóð af 25 g á dag og svo framhaldsskammtur sem var um 5-8 g á dag (eða 1 g fyrir hver 10 kg líkamsþyngdar)