Það er ein tegund af þolprófi.
Það er líka til próf þar sem þú ert með öndunargrímu og hleypur þar til þú “hlaupa getur ei meir”! Eða samskonar próf sem þú ert með öndunargrímu og hjólar þar til þú “hjólað getur ei meir”! Þetta eru allt mjög mjög EVIL ( e. ill ) próf. Þegar þú ert um það bil hálfnaður í þessu testi muntu heyra í Svarthöfða anda í eyra þér og um það bil þegar þú ert að deyja ( en þá veistu að prófið er alveg að verða búið ) þá gætirðu meira að segja séð honum bregða fyrir líka. Þetta mun svo skilja eftir sig djúp sár á sálu þinni og þú munt verða alveg wicked góður hlaupari og á nóttunni mun þig dreyma Svarthöfða og þú munt hlaupa eins og vindurinn og vakna í svitabaði. En árangur kostar fórnir. ;)
Svo er til
Cooper Test. Basicly hlaupihlaupihlaupi eins langt og þú getur á 12 mínútum. Einfalt en erfitt. ;)
Er þetta eitthvað í skólaleikfimi? Ef svo, þá er það líklega bara gamla góða beeptestið.