Langaði að henda einni spurningu á ykkur reynsluboltana.
Skráði mig á bekkpressu mótið sem er núna 31. des (Akureyrarmótið í bekkpressu) og allt í góðu með það þar til ég fer inná vef KFA núna í gær og þar stendur eftirfarandi:
2) Við vigtun verður farið yfir allan þann búnað sem keppendur ætla sér að prýða við mótið. Keppendum er sérstaklega bent á að skylda er að vera í samfellu (singlet) eða stálbrók.
Ég hafði ekki hugmynd að það þyrfti að vera í samfellu (singlet) eða stálbrók og veit varla hvað það er og er búinn að reyna að kynna mér málið með littlum árángri.
Þið sem hafið kept í svona mótum, hafið þið alltaf notað svona? Fenguð þið þetta á keppnisstað eða þurftuði að redda sjálfir? og hvað gerir þetta og er allveg bannað að keppa án þessara hluta?
Sé allavega ekki fram á að ég geti reddað mér svona núna rétt fyrir mót og hef ekki einu sinni fundið búð sem selur þetta, ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð frætt mig eitthvað um málið.
Ég er auðvitað búinn að reyna að hafa samband við mótshaldara og spurja útí þetta en engin svör fengið ennþá og finnst mér mjög sérstakt ef ég má ekki bara lyfta mínum þyngdum á kjötinu..
fyrirfram þökk, :)
Bætt við 26. desember 2008 - 14:00
Og já, hvaða hlutverki gegnir þetta? er þetta uppá öryggi eða til að geta lyft þyngra?