Já, og eins og ég benti á hugsanlega jákvæða þætti. Þetta er afskaplega flókið dæmi, það sem ég er kannski að reyna að segja án þess að hafa drullað því frá mér í upphafi er hættan sem fólgin er í því að nota almenna tölfræði með þessum hætti til þess að meta hvort það er í sjálfum sér betra að vera feitur eða mjór, því það er einstaklingsbundið og fullyrðing í þá átt væri alltaf hálfsannleikur.
Ég hef til dæmis oft verið að velta því fyrir mér hvort þessi umræða um offitu gæti verið að valda meiri offitu. Allskonar megrunarkúrar eru til dæmis mikið algengari en nokkru sinni áður (hugsanlega vegna mikillar umræðu um þessi efni og stöðugan áróður), en sumar rannsóknir virðast benda til þess að fólk sem fer á megrunarkúra á það til að verða feitara. Þetta gæti verið fólk sem er af náttúrunar hendi feitt fyrir og það veldur því ekki neinu heilsutjóni fyrr en þau fara að reyna grenna sig með megrunarkúrum og fitna enn meira.
Þú segir að það hafi ekki fundist neinir heilsufarslegir áhættuþættir tengdir því að vera of magur, en mig grunar að þú hafir margoft heyrt að grannar konur eru mun líklegri til þess að lenda í vandræðum við fæðingu en þær sem eru í eðlilegri þyngd eða jafnvel aðeins feitar (líklegast ástæðan fyrir því að konur fitna oft á meðgöngu). Auk þess var ég eina sekúndu að finna þetta:
http://www.sciencedaily.com/releases/2007/11/071106164810.htmÞarna er einfaldlega verið að nota BMI skalan (sem er ekki fullkominn) til þess að finna einhver frávik, það segir okkur að sjálfsögðu ekkert um einstaklinga sem slíka. En samkvæmt þessu getur það verið slæmt að vera of magur í sama skilningi og það slæmt að vera of feitur. Í staðinn fyrir að segja, það er verra að vera feitur en mjór eða öfugt, þá er skynsamlegra að athuga hvað það er sem veldur því að það er slæmt að vera mjór og feitur (í þessum takmarkaða skilningi). Hvaða lærdóm má draga af þessum tölfræðirannsóknum?
[...] underweight was associated with a significantly increased mortality from noncancer, non-CVD causes (23,455 excess deaths) but not associated with cancer or CVD mortality.
Some evidence suggests that modestly higher weights may improve survival in a number of circumstances, which may partly explain our findings regarding overweight. Overweight is not strongly associated with increased cancer or CVD risk, but may be associated with improved survival during recovery from adverse conditions, such as infections or medical procedures, and with improved prognosis for some diseases.
Það eina sem við getum lesið út úr þessu er að magurt fólk ætti að hugleiða að stunda lyftingar til þess að bæta á sig vöðva- og beinmassa til að geta betur varist smitsjúkdómum og slysum (það ætti ekki að fitna, hjálpar þér ekki að koma í veg fyrir beinbrot þegar þú verður eldri :). Of feitt fólk ætti að hreyfa sig meira til þess að draga úr líkum á krabbameini og hjartasjúkdómum, sakar ekki að vera pínu feitur ef þú ert í formi. En þegar um einstakling er að ræða þá dugir að sjálfsögðu ekki að nota BMI skalann, fólk ætti að lesa sér til, tala við lækni og fara í fitumælingu.