Sæl verið þið.
Ég er 17 ára gaur. Kringum 176 cm og 65 kg.
Ég er að lyfta og mig langar að vita hvaða próteini þið mælið með fyrir mig. Ég er þá helst að leita eftir einhverju þekktu og vinsælu sem fólk hefur reynslu af og getur staðfest að virki. Ég er samt ekki neitt að leitast eftir því að verða eitthvað vöðvabúnt heldur á próteinduftið líka bara að vera holl og góð næring eftir erfitt session í ræktinni :)
Vonandi getið þið að benda mér á eitthvað því ég nenni varla að fara að rannsaka þetta eitthvað svaka mikið sjálfur.
Og já það má helst ekki bragðast eins og skítur! (Semsagt vera ágætt á bragðið, súkkulaði er nice)