Sæl vertu,
Ég las einhverstaðar að koffein breytti fitu í aðal brennsluforða, þ.e.a.s lætur þig eiga auðveldara með að brenna fitu. Ef það er rétt þá ættiru ekki að fitna þegar þú hættir á Hydroxycut heldur bara eiga erfiðara með að brenna fitunni eða allavega ekki ná að halda sama tempói í brenslunni.
Persónulega hef ég ekki reynslu af þessu efni og hef ekki nennt að kynna mér það en margir virðast greinilega hafa lítla trú á þessu.
Ég get samt sagt þér það að frændi minn, sem er hvorki frægur fyrir hrefingu né aga misti 15 kg á 2-3 mánuðum með hjálp Hydroxycut. Þannig mín kenning er sú að ef hann gat lést um svona mörg kg á svona stuttum tíma þá er eitthvað varið í þetta.
Mundu samt að þú verður að hreyfa þig slatta, töflurnar gera þetta ekki fyrir þig :)
Sambandi við kaffidrykkju þá mæli ég ekki með þeirri lausn, bæði það að kaffi er ógeðslegt og röng notkun/ofnotkun gerir þér allt annað en gott.
Bætt við 27. desember 2008 - 19:51 Vísindavefurinn segir líka :
Niðurstöður sumra rannsókna hafa stutt notkun koffeins til að auka þol íþróttamanna, en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt jákvæð áhrif á þol. Ef koffein hefur þolaukandi áhrif, er það líklega vegna þess að koffein örvar losun fitusýra til brennslu, og dregur þannig úr notkun glýkógens
þannig að koffeinið í töflunum ætti að hjálpa þér að brenna fitu
Einnig segir líka um :
Koffein virðist stuðla að hækkuðum blóðþrýstingi og það hefur þvaglosandi áhrif. Mikil inntaka koffeins getur leitt til magaóþæginda, taugaveiklunar, aukins hjartsláttar, höfuðverks, niðurgangs og svefnleysis, svo að eitthvað sé nefnt.
Þannig ég mæli ekkert með því að vera að drekka eitthvað óhóflega mikið af kaffi eða taka meiri töflur en stendur á boxinu :)