Persónulega held ég að þú ættir að borða mikið eins stuttu eftir æfingu og þú getur. Gallinn er bara sá að manni hættir til að kúgast ef maður er að reyna að troða í sig steik eða kjötbollum beint eftir æfingu, þess vegna mæli ég með að sturta ótæpilega í sig gainer eftir æfingar ( nema þú sért að kutta þig niður … þá færðu þér minna eða jafnvel bara próteinduft, en maður verður að passa að hafa næga næringu fyrir næstu æfingu jafnvel þó maður sé að kutta, þarna er tíminn til að bæta við orku fyrir næstu æfingu. Ef þú bíður of lengi þá fer orkan bara í fitu eða s.s. ekki í vöðvana. )