Sammála NoFear við þurfum tölur til að vinna með.
Annars er það fyrsta sem þú átt að gera er að taka alla drykki meða hitaeiningum út! Trópí er kannski hollur en guð hann er fitandi, þú fitnar alveg jafn mikið af Trópí og Brazza eins og af Kóki, jafnvel meira þar sem þú færð ekki koffínið. Getur haldið Undanrennu og Pepsi Max/Coke Light inni, annars bara vatn! Þetta er eiginlega lang mikilvægasti parturinn, fljótandi kaloríur eru fáránlega margar yfir daginn. Númer 2 er að éta hollt! Og éta reglulega! Verður ekkert flottari á að svelta þig allan daginn og háma í þig kvöldmat þá verðuru bara skinny fat. Éttu á 2-3 tíma fresti, lítið í einu og prótein ríkt, sykurlaust skyr er besti vinur þinn! Ávextir og grænmeti koma svo sterkir inn og reyndu að fá foreldra þína til að kaupa hollari mat. Minnkaði kolvetnisneysluna, minni kartöflur, ekkert pasta og so on. Salatbarinn í Hagkaup er ekkert hollur ef þú færð þér bara pasta t.d. Síðan er bara að halda sér frá namminu og skyndibitanum, mér fannst reyndar fínt að fá mér smá nammi á laugardögum því þá voru minni líkur á að detta í nammisukk nokkra daga í röð, haltu því samt í algjöru lágmarki! Er að tala um kannski diet kók og stórt Snickers thats it. Mikilvægt atriði er síðan að kaupa lýsi og múltívítamín, mæli sérstaklega með Múltí-Mínus frá heilsu þar sem það er án A og D vítamína. Lýsið hjálpar þér með brennsluna, heldur liðunum góðum þrátt fyrir minni fituinntöku og gefur þér vítamín, múltívítamínið er síðan bráðnauðslynlegt því þar sem þú munt éta mun minna en þú gerir muntu fá mun minna af vítamínum en þú þarft!
Þarna ertu komin með mataræðið. Þá er það restin.
Mataræðið skiptir mestu en hreyfinginn er samt gríðarlega mikilvæg, farðu út að skokka. Byrjar bara á litlum hring og labbar smá á milli en áður en þú veist ertu farin að skokka 10km. Skokkaðu svona 3x í viku eða mixaðu þessu saman með sundi, sund er líka frábær brennsla og styrkir efri búkinn.
Síðan á þeim dögum er þú ert ekki að skokka/synda taktu þá nokkrar styrktaræfingar heima. Getur t.d. tekið þrjár umferðir af eins mörgum armbeygjum (byrjar bara á hnjánum) og þú getur, þrjár umferðir af eins mörgum magaæfingum og þú getur, þrjár umferðir af eins mörgum bakæfingum og þú getur og að lokum þrjár umferðir af eins mörgum hnébeygjum og þú getur. Hnébeygjan er frábær fyrir þig, tónar rassinn og lærin og verður flott þegar fitan er farin, bak og maga æfingar bæta síðan líkamsstöðuna og armbeygjurnar halda lítillega í þann massa sem þú ert þegar með. Ekki vera hrædd við að gera þessar fjórar styrktaræfingar, massast ekkert upp af þessu verður bara flottari. Seinna geturu síðan farið að taka þetta á næsta lvl og gert circuit-training heima en þetta er fín byrjun. Og að lokum er það kaffið, kaffið er næst besti vinur þinn á eftir skyrinu. Allar þessar brennslutöflur sem þú sérð er bara koffín. Byrjaðu daginn með einum kaffibolla, fáðu þér síðan annan fyrir æfingu. Eykur brennsluna rosalega og slær á hungur. Mundu bara að setja ekki sykur í kaffið ;)
Ef þú nenntir að lesa þennan vegg af texta á þetta eftir að hjálpa þér gríðarlega, endilega spurðu ef þér vantar að vita eithvað fleira.