Munurinn á gainer og venjulegu próteindufti er að það er með stórum skammti af kolvetnum.
Ástæðan. Eftir erfiða æfingu eru vöðvarnir tómir og þurfa að fylla á orkuforðann ( glíkógen - sem er kolvetni sem vöðvar nota sem eldsneyti ) og stuttu eftir æfingu eru þessar geymslur opnar og fínt að taka gainer til að fylla á vöðvana. Að auki er auðvitað prótein fyrir uppbyggingu og allt það.
Svo er þetta kaloríubomba ef þú ert að byggja upp og vantar hitaeiningar.
Mæli með því að taka gainer eftir æfingar, bara eins mikið og þér finnst þú þurfa. Tek sjálfur oft 3-4 faldan skammt.
Skammturinn hefur verið um 80g hjá mér. MassFactor og MassFuel. Það er misjafnt hve mikið ég tek, fylgi bara tilfinningu, stundum drekk ég viljandi meira vegna þess að ég veit að ég var að brenna alveg rosalega. Drekk þetta bæði eftir hjólaæfingar og lyftingaæfingar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..