Maður hugsar ekki mikið um það hvernig maður sefur eða hvaða máli skiptir í hvaða stefnu maður snýr. Þrátt fyrir að maður eyðir 1/3 lífisins sofandi í draumalandi.
Samkvæmt löngum hefðum er best að sofa með höfuðið í suður eða austurátt.
Það er talið að það dragi úr áhrifum segulsviðs pólana á líkamann. Ég hef oft fært til rúmið í herberginu mínu og eftir að ég frétti af þessu þá kemur það heim og saman við margt í mínu lífi. Hefur liðið illa og verið úrillur á tímabili þegar höfuðið stefndi í norður eða vestur.
Hafið þið lent í svipuðu eða haldiði að þetta skipti engu máli?
Gæti það verið að þar sem við erum frekar norðarlega á hnettinum að segulsvið pólana þar sem norður er + og suður - hafi meiri áhrif á okkur að einhverju leiti? og ætli það sé ekki öfugt farið með þá sem eiga heima á suðurhveli.