Markmið þitt samkvæmt því sem þú sagðir varðandi hliðarspik og þess háttar, er þar sem það er ekki hægt að minka fitu staðbundið, að lækka fituprósentuna.
En til þess að tækla fituprósentuna verðuðu helst að vita hver hún er núna, þegar þú byrjar. Og líka, til þess að sjá hvort hausinn sé að spila með þig. Svona eins og ýkt massaður gaur horfir í spegil og finnst hann vera væskilslegur; eða grönn stelpa að horfa í spegil og finnast hún feit. Skilur. Við viljum hafa hlutina á hreinu áður en við tökum á þeim.
Ef þú ert með fituprósentu sem verjanlegt er að lækka, td af því að það gæti gefið þér meiri hraða, snerpu ( kannski jafnvel betra útlit … samt ekkert víst ) og svo famvegis. Þá hafa flestar rannsóknir sýnt að styrktaræfingar (bygging vöðvamassa) samhliða brennslu (hlaup/hjól … intervalæfingar) skili mestum árangri. Þetta er að því gefnu að mataræðið sé í lagi.
Ég gef mér að þú hafir mataræðið í lagi. Ef ekki, þá er nr1 að laga það.
Ef þú telur að þú brennir nægilega miklu nú þegar, er málið að byrja bara að lyfta. Spyrja kannski þjálfarann út í þetta, eða fá sér einkaþjálfara, eða bara fá prógram og byrja að rjátla við lóðin. Byrjaðu rólega fyrst, svo líkaminn nái að aðlagast, en EKKI lyfta eins og stelpa! Lyftu þungu og lestu þér til um prógröm og rep-ranges og svoleiðis. Ertu að þjálfa styrk, ertu að byggja massa, ertu að byggja vöðvaúthald, ertu að byggja power (sprengikraft). Allt þetta er byggt upp með ólíkum hætti.
Þrátt fyrir að brennsluþátturinn hjá þér sé í lagi ráð legg ég þér samt að kaupa þér púlsmæli sem man þyngd þína og getur reiknað brennsluna í kkal. Skráðu svo hjá þér brennsluna á æfingunum í dagbók, mæli með því að þú venjir þig á þetta sem íþróttamaður, skráir alla fasta þætti sem tengjast þjálfuninni. Td þynd, hvíldarpúls, hvernig æfingar þú varst að gera og svo framvegis. Þú finnur hvað þér finnst best að skrá niður. Með þessum hætti geturðu séð hvað það var sem olli framförum, eða hvað það var sem olli jafnvel veikindum eða álgsmeiðslum, síendurteknum kvefum og svo framvegis.
Þættir sem tengjast fituprósentu eru ss: Mataræði, brennsla, styrktarþjálfun.
Bætt við 10. desember 2008 - 13:23
Varðandi hvaða æfingar þú ættir að gera í styrktarþjálfun: Ég myndi segja án ábyrgðar að þar sem þú stundar íþrótt þar sem þú hleypur ( fótbotla, handbolta, … ?) þá myndi ég miða við plan sem byggir upp alhliða styrk, með sérstaka áherslu á lappir, maga og bak. Gætir í raun sleppt öðru ef æfingar-álagið er of mikið á þér. Mundu svo að gefa vöðvunum tíma til að hvílast. Ekki níðast á samavöðvahópnum dag eftir dag ( nema þú væri kk á sterum ). Vöðvar vaxa í hvíld. 48 klst ættu liklega að duga, en þú verður að læra inn á þinn líkama, auk þess miða ég við kk, kvk gætu þurft aðeins lengri tíma til að byggja upp í hvíld.