Ég er búin að vera með vöðvabólgu í mörg ár, er búin að reyna allt til að losna við hana og er laus við hana að mestu.
Ég er samt í vandræðum með eitt. Það er eins og einn hnútur í bakinu á mér sé beintengdur við tilfinningar. Um leið og ég verð stressuð fæ ég þennan stingandi verk undir hægta herðablaðið. Þetta er bara versti verkur sem ég hef fengið og hann er bara þarna allan daginn og breytist örlítið með hverri hreyfingu sem ég geri í bakinu svo hann venst ekki. Þetta er bara martröð, og þá sérstaklega þegar ég þarf að liggja yfir bókum fyrir prófin.
Ég á slatta af voltaren rapid og ég prófaði að taka eina við þessu, fann engan mun allavega svona í eitt skipti og ég er ekki alveg tilbúin að taka margar í röð (maður fær hræðilega í magann af þessu, þess vegna kláraði ég ekki töflurnar sem læknirinn sagði mér að taka).
Á einhver góð ráð til að losna við þetta fljótt tímabundið, eins og teygjur sem ég get gert eða eitthvað? Bara svona yfir prófin? Ég fer í nudd og allt það í jólafríinu, það er minnsta málið.