Mig langaði bara svona að benda á það að ef þið hafið áhuga á lyftingunum og langar að ganga aðeins lengra heldur en að taka þetta með í ræktinni, þá eru nokkrir þjálfarar á Íslandi sem eru að þjálfa einstaklinga/hópa.
Ef þið sýnið þann metnað og þá þolinmæði sem þarf til þá eru ansi margir sem eru til í að þjálfa ykkur endurgjaldslaust, bara til þess að nýliðun sé einhver, það eru svo margir sem lifa fyrir lyftingarnar.
Fyrir sunnan (í RVK) eru menn að æfa í ármannsheimilinu en alls ekki vera feimin við að tala við þá og ætti að vera hægt að ná í einhvern þeirra á þriðjudögum og fimmtudögum kl 6 svona yfirleitt og einnig á Sunnudögum. Ég segi þessar tímasetningar þó með fyrirvara því að það eru engar skipulagðar æfingar, heldur æfa menn yfirleitt á þessum tímum. Á meðal þeirra má nefna Guðmund Sigurðsson en hann er 5-faldur heimsmeistari öldunga og hefur afrekað margt á sínum lyftinga ferli.
Fyrir norðan er einungis einn þjálfari mér að vitandi og er það hann Tryggvi Heimisson en hann lyftingaferill hans spannar langt tímabil, bæði sem keppandi og þjálfari og hefur hann því töluverða reynslu í þessum efnum.
Helstu ástæður þess að mönnum gengur ekki vel í ÓL er sú að þeir þora ekki að leita sér aðstoðar eða finna ekki svör sem að þeir leita að, þannig að ef ykkur langar til þess að vita meira eða bara spjalla um íþróttina endilega svarið þessum þræði eða sendið mér skilaboð