Skór eru mjög persónubundið. Þú getur verið að hlaupa súper últra fínum skóm, en ef þeir passa ekki fyrir þig þá gætirðu allt eins verið að hlaupa berfætt. ;)
Svona dót er virkilega þálátt, þannig að ég myndi taka hvíld á þetta. En prufaðu að taka 1 viku í algera hvíld, engar hraðar göngur, EKKERT sem gæti valdið álagi á sköflunginn. Taktu svo stutta og létta æfingu. Ef þú finnur fyrir þessu, hættu þá á æfingunni strax ( þú græðir nákvæmlega NÚLL plús MÍNUS að klára æfinguna ) og hvíldu aðra viku. Prufaðu svo aftur, og ef þú finnur aftur fyrir þessu, hvíldu þá í 2 vikur. En þá ættirðu líka að fara til læknis og láta kíkja á þetta.
Ráð. Haltu hita á sköflunginum, þegar þú ert að æfa. Og líka þegar þú ert heima við. Rétt eftir æfingu er þó hægt að kæla sköflungin til að hindra bólgu. Taktu líka bólgueyðandi, ef þér finnst þú vera með bólgu. Ég myndi líka taka bólgueyðandi eftir æfingar til að hindra að bólgur nái að myndast ( bólgan ein og sér skemmir útfrá sér, sem þýðir enn lengri tíma til að jafna sig eftir æfingu ).
Þegar þú hefur jafnað þig vel á þessu, skaltu huga að styrktaræfingum fyrir sköflunginn. Og mögulega líka fyrir kálfana til að halda jafnvægi á milli styrkleika andstæðra vöðva.
Ein styrktaræfing er að ganga á hælunum, og jafnvel halda á lóðum ( eða bara einhverju þungu ). Kynntu þér málið. EKKI byrja að stunda styrktaræfingar fyrr en þú ert búin að ná þér, og byrjaðu varlega.