Ég hélt bara að þú vissir afhverju.
Ástæðan er sú að án nægs vökva vinnur líkaminn ekki eins vel. Með því að vera búinn að drekka 1 líter smát og smátt fyrir æfingu, er nokkuð öruggt að þú sért fullkomlega “vökvaður”, þú pissar bara umfram magninu. Og þar sem þú ert búinn að “vökva” þig klst fyrir æfingu þá ertu búinn að pissa mesta hluta umfram vökvans og þú ættir ekki þurfa að vera í spreng. En auðvitað er það fysta sem maður gerir fyrir æfingu að pissa, bara svona til vera viss.
Lífeðlifræðilegu ástæður þess að það er mikilvægt að vera vel vökvaður felast meðal annars í því að magn blóðvökva minnkar þegar þig vantar vatn, og þá verður púlsinn hærri við sama álag þegar þú ert full vökvaður; ástæðan hjartað vinnur ekki eins vel þegar blóðvökvinn minnkar ( sami fjöldi blóðkorna bara minni vökvi í kerfinu ). Ef þú ert með púlsmæli og ferð td í langan hjólatúr á jöfnu tempói muntu sjá púlsinn rísa smátt og smátt, ef þú drekkur ekki nóg, sérstaklega ef það er heitt. Jafnvel þó þú drekkir slatta er það oft ekki nóg til að fyrirbyggja að púlsinn hækki, sérstaklega ef þú varst þurr þegar þú lagðir af stað. Bottomlænið er að líkaminn vinnur ekki eins vel ef þig vantar vökva, púlsinn er bara eitt dæmi. Við erum auðvitað af mestum hluta bara vatn. Hinn típíski líkamsræktar dude þarf líkast ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu, en þú munt finna mun ef þú ert að taka almennilega á.
Ég get lofað þér því að þú munt finna mun á því hvort þú hefur drukkið nóg, eða hvort þig vantar vökva, ef þú ert yfir höfuð eitthvað að reyna á þig á æfingu. Þó finnst mér munurinn oft mest áberandi á hlaupabrettinu. En annars er langt síðan ég gerði þau mistök að æfa án þess að hafa drukkið nóg.
Það að drekka á æfingu er allt annar hlutur. Þetta vatnsbrúsasötr á líkamsræktarstöðum er oftast óþarfi. Ef þú ert þyrstur þegar þú ert að æfa er of seint fyrir þig að drekka, til að bæta það upp. Málið er að verða aldrei þyrstur, og drekka til að fyrirbyggja vökvatapið. Ef fólk ætar að taka langa törn á brettinu eða á hjólinu þá er fínt að drekka c.a. 2 litla sopa af vökva á 10 mínútna fresti, og jafnvel hafa vökvan kolvetnabættan, en annars er allt vatnsþamb á venjulegum lyftingaræfingum ( sem ganga út á hita upp og lyfta ) óþarfi. Ef menn eru að fara á þol æfingar þá er málið að drekka eins og ég sagði; til að fyrirbyggja vökvatap.
Ég mæli með því að þú gúgglir eitthvað um vatnsneyslu og þjálfun ef það sem ég sagði var eitthvað nýtt fyrir þér. ;)