Hef lengi verið í ójafnvægi útaf skömmtum við óvirkum skjaldkirtli. Er oft í blóðprufum og oft að breyta skömmtunum en virðist aldrei vera í jafnvægi samkvæmt blóðprufum. Samt finn ég ekki fyrir neinu þegar ég tek eina og hálfa pillu á dag…en þegar ég tek tvær, eins og læknirinn vill að ég geri, þá er stutt í að það líði yfir mig…það hefur samt ekki gerst en mér verður flökurt, fæ beinverki, höfuðverk, ég fitna, og hjartað lætur sko finna ört fyrir sér.
Af hverju get ég aldrei verið í jafnvægi?????? Núna hefur læknirinn látið mig taka tvær pillur tvisvar í viku, en það kerfi hef ég eyðilagt alveg óviljandi. Ég lenti einmitt í því að fá svæsna túrverki (og þá ligg ég á grúfu í rúminu í tvo daga án þess að verkjapillur geri sitt gagn!!!) Ekki gat ég staðið upprétt til að fara og kaupa fleiri pillur og hafði ekki einu sinni efni á nýjum pillum!!! Ég ætlaði að vera svo dugleg og búa til svona stundatöflu þar sem ég ætlaði að skrifa: “taka tvær töflur á mánudögum og þriðjudögum”
Nú hef ég ákveðið að taka tvær pillur í heila viku og svo eina og hálfa alla 5 daga vikunnar en tvær tvo daga vikunnar…en ef læknirinn skammar mig, hef ég afsökun með peningaleysið og túrverkina frægu!!!! Það munar litlu að ég hringi í 112 þegar ég fæ þessa verki!!!