Stelpur, hafið þið reynslu af JSB í Lágmúla? Ef svo er, hvernig er það? Langar að prófa, þau eru með svo góð tilboð fyrir námsmenn en ég hef heyrt að tækjasalurinn sé mjög lítill.
Og strákar, þetta er ekki kynjamisrétti, JSB er líkamsrækt bara fyrir konur ef þið vissuð það ekki ;)
Var þarna í dansi í nokkur ár og fannst það æðislegt, þetta er gæðastaður. Hef ekki prófað tækjasalinn, hann var frekar lítill þegar ég var þarna en þau eru búin að stækka húsið veit ég. Legg til að þú kíkjir bara þangað ;)
haha ef ég myndi oppna líkamsræktarstöð sem væri eingöngu ætluð köllum þá fengi ég pottþétt hóp af móðursjúkum kellingum fyrir utan stöðina grenjandi frá sér allt vit og segjandi að þetta væri kynjamisrétti, sem er allgjör snilld. Ótrúlegt hvað fólk sér bara það sem það vill sjá… ég er auðvitað að tala um femenista :)
Ég er búin að vera í JSB í þrjá mánuði, var á svona dansnámskeiði fyrir byrjendur (heh).. En mér fannst það mega þægilegt að vera þarna, stelpurnar (flestar) voru rosalega næs í afgreiðslunni og alveg nóg af tækjum. Síðan eru þau með stöð tvö og það var ótrúlega þægilegt að horfa á friends á meðan maður skokkar. En allavega, ég hef góða reynslu af þessari stöð, mjög fínt og margar sturtur svo maður þarf ekki að bíða í röð þar allavega :).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..