Ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í þessu en þessi pæling um bakflæði fékk mig til að skoða þetta aðeins. Það er ekki búið að ‘greina’ mig með bakflæði (ef það er nú hægt) en ég er með ýmis einkenni eins og brjóstsviða, oft eins og loft í hálsinum á mér og eins og maður sé að fá magasýrur/mat upp í hálsinn (maður kúgast ekki en væri samt ekkert langt frá því að kasta upp). Ég var með grun áður að ég væri með háar magasýrur en seinasta hálfa árið hefur verið virkilega slæmt. (þessi brjóstsviði er motherfucker!)
Er einhver sem hefur vit á þessu ?(er með bakflæði eða eitthvað) Veit einhver hvers vegna svona lagað byrjar allt í einu og hvað er hægt að gera í því. Ég veit að t.d. ákveðinn matur er farinn að hafa verri áhrif á mig, er þetta bara spurning um að breyta um lífsstíl eða er um einhver lyf að ræða?
kveðja Ameza